Bryndís Jakobs komst inn í eftirsótt nám í Köben 21. júlí 2011 11:32 Mynd/Anton Brink "Þetta kom mér mjög á óvart og ég bjóst engan veginn við því að komast inn," segir tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir sem komst á dögunum inn í The Royal Danish Academy of Music í lagasmíði. Milli 150 og 200 sóttu um námið en aðeins fimm komust að. "Ég var á leiðinni í sálfræði í haust og sótti um lagasmíðina til að prófa, en ég vissi að það væri erfitt að komast inn," segir Bryndís sem búsett er í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum Mads Mouritz, og Magnúsi, sex mánaða syni þeirra. Bryndís er þessa dagana stödd í fríi á Íslandi og nýtir tímann til að leggja lokahönd á plötu dúettsins Song for Wendy, sem skipaður er henni og Mads. Platan á að koma út með haustinu en þau leita nú að heppilegri útgáfu til að gefa hana út. "Þegar ég var ólétt í fyrrasumar vorum við dugleg að fara upp í sumarbústað hérna á Íslandi og semja saman. Að lokum vorum við komin með efni í heila plötu og vissum í raun ekkert hvað við áttum að gera við það," segir Bryndís en skötuhjúin drifu sig í tónleikaferðalag um Danmörku í kjölfarið og þau ákváðu að taka upp lögin í leiðinni. "Það er svo auðvelt og lítill kostnaður þegar við erum bara tvö saman í hljómsveit. Við tókum bara lestina og ferðuðumst á milli," segir Bryndís sem var ólétt í ferðalaginu og hélt síðustu tónleikana komin viku fram yfir settan dag. "Ég fór alveg tvær vikur fram yfir settan fæðingardag, svo þetta var allt í góðu og bara fínt að stytta biðina eftir barninu með tónleikahaldi." Aðspurð hvort það taki ekki á að búa saman og vinna saman eins og Bryndís og Mads gera svarar hún neitandi. "Það er mjög þægilegt að vera bæði í sama geira en hann er líka að gera sitt eigið efni og ég mitt. Við eyðum miklum tíma saman en það gengur vel. Ég er spennt að byrja í náminu í haust og Kaupmannahöfn er yndisleg borg að búa í með barn. Við erum samt alltaf með annan fótinn á Íslandi." alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Sjá meira
"Þetta kom mér mjög á óvart og ég bjóst engan veginn við því að komast inn," segir tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir sem komst á dögunum inn í The Royal Danish Academy of Music í lagasmíði. Milli 150 og 200 sóttu um námið en aðeins fimm komust að. "Ég var á leiðinni í sálfræði í haust og sótti um lagasmíðina til að prófa, en ég vissi að það væri erfitt að komast inn," segir Bryndís sem búsett er í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum Mads Mouritz, og Magnúsi, sex mánaða syni þeirra. Bryndís er þessa dagana stödd í fríi á Íslandi og nýtir tímann til að leggja lokahönd á plötu dúettsins Song for Wendy, sem skipaður er henni og Mads. Platan á að koma út með haustinu en þau leita nú að heppilegri útgáfu til að gefa hana út. "Þegar ég var ólétt í fyrrasumar vorum við dugleg að fara upp í sumarbústað hérna á Íslandi og semja saman. Að lokum vorum við komin með efni í heila plötu og vissum í raun ekkert hvað við áttum að gera við það," segir Bryndís en skötuhjúin drifu sig í tónleikaferðalag um Danmörku í kjölfarið og þau ákváðu að taka upp lögin í leiðinni. "Það er svo auðvelt og lítill kostnaður þegar við erum bara tvö saman í hljómsveit. Við tókum bara lestina og ferðuðumst á milli," segir Bryndís sem var ólétt í ferðalaginu og hélt síðustu tónleikana komin viku fram yfir settan dag. "Ég fór alveg tvær vikur fram yfir settan fæðingardag, svo þetta var allt í góðu og bara fínt að stytta biðina eftir barninu með tónleikahaldi." Aðspurð hvort það taki ekki á að búa saman og vinna saman eins og Bryndís og Mads gera svarar hún neitandi. "Það er mjög þægilegt að vera bæði í sama geira en hann er líka að gera sitt eigið efni og ég mitt. Við eyðum miklum tíma saman en það gengur vel. Ég er spennt að byrja í náminu í haust og Kaupmannahöfn er yndisleg borg að búa í með barn. Við erum samt alltaf með annan fótinn á Íslandi." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“