Bryndís Jakobs komst inn í eftirsótt nám í Köben 21. júlí 2011 11:32 Mynd/Anton Brink "Þetta kom mér mjög á óvart og ég bjóst engan veginn við því að komast inn," segir tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir sem komst á dögunum inn í The Royal Danish Academy of Music í lagasmíði. Milli 150 og 200 sóttu um námið en aðeins fimm komust að. "Ég var á leiðinni í sálfræði í haust og sótti um lagasmíðina til að prófa, en ég vissi að það væri erfitt að komast inn," segir Bryndís sem búsett er í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum Mads Mouritz, og Magnúsi, sex mánaða syni þeirra. Bryndís er þessa dagana stödd í fríi á Íslandi og nýtir tímann til að leggja lokahönd á plötu dúettsins Song for Wendy, sem skipaður er henni og Mads. Platan á að koma út með haustinu en þau leita nú að heppilegri útgáfu til að gefa hana út. "Þegar ég var ólétt í fyrrasumar vorum við dugleg að fara upp í sumarbústað hérna á Íslandi og semja saman. Að lokum vorum við komin með efni í heila plötu og vissum í raun ekkert hvað við áttum að gera við það," segir Bryndís en skötuhjúin drifu sig í tónleikaferðalag um Danmörku í kjölfarið og þau ákváðu að taka upp lögin í leiðinni. "Það er svo auðvelt og lítill kostnaður þegar við erum bara tvö saman í hljómsveit. Við tókum bara lestina og ferðuðumst á milli," segir Bryndís sem var ólétt í ferðalaginu og hélt síðustu tónleikana komin viku fram yfir settan dag. "Ég fór alveg tvær vikur fram yfir settan fæðingardag, svo þetta var allt í góðu og bara fínt að stytta biðina eftir barninu með tónleikahaldi." Aðspurð hvort það taki ekki á að búa saman og vinna saman eins og Bryndís og Mads gera svarar hún neitandi. "Það er mjög þægilegt að vera bæði í sama geira en hann er líka að gera sitt eigið efni og ég mitt. Við eyðum miklum tíma saman en það gengur vel. Ég er spennt að byrja í náminu í haust og Kaupmannahöfn er yndisleg borg að búa í með barn. Við erum samt alltaf með annan fótinn á Íslandi." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
"Þetta kom mér mjög á óvart og ég bjóst engan veginn við því að komast inn," segir tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir sem komst á dögunum inn í The Royal Danish Academy of Music í lagasmíði. Milli 150 og 200 sóttu um námið en aðeins fimm komust að. "Ég var á leiðinni í sálfræði í haust og sótti um lagasmíðina til að prófa, en ég vissi að það væri erfitt að komast inn," segir Bryndís sem búsett er í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum Mads Mouritz, og Magnúsi, sex mánaða syni þeirra. Bryndís er þessa dagana stödd í fríi á Íslandi og nýtir tímann til að leggja lokahönd á plötu dúettsins Song for Wendy, sem skipaður er henni og Mads. Platan á að koma út með haustinu en þau leita nú að heppilegri útgáfu til að gefa hana út. "Þegar ég var ólétt í fyrrasumar vorum við dugleg að fara upp í sumarbústað hérna á Íslandi og semja saman. Að lokum vorum við komin með efni í heila plötu og vissum í raun ekkert hvað við áttum að gera við það," segir Bryndís en skötuhjúin drifu sig í tónleikaferðalag um Danmörku í kjölfarið og þau ákváðu að taka upp lögin í leiðinni. "Það er svo auðvelt og lítill kostnaður þegar við erum bara tvö saman í hljómsveit. Við tókum bara lestina og ferðuðumst á milli," segir Bryndís sem var ólétt í ferðalaginu og hélt síðustu tónleikana komin viku fram yfir settan dag. "Ég fór alveg tvær vikur fram yfir settan fæðingardag, svo þetta var allt í góðu og bara fínt að stytta biðina eftir barninu með tónleikahaldi." Aðspurð hvort það taki ekki á að búa saman og vinna saman eins og Bryndís og Mads gera svarar hún neitandi. "Það er mjög þægilegt að vera bæði í sama geira en hann er líka að gera sitt eigið efni og ég mitt. Við eyðum miklum tíma saman en það gengur vel. Ég er spennt að byrja í náminu í haust og Kaupmannahöfn er yndisleg borg að búa í með barn. Við erum samt alltaf með annan fótinn á Íslandi." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira