Lífið

James Franco á lausu

Mynd/Getty
James Franco er einhleypur. Leikarinn hefur staðfest að fimm ára sambandi hans og leikkonunnar Ahna O´Reilly sé lokið, án þess þó að segja nákvæmlega hvenær leiðir þeirra skildu. "Sambandið er búið. Það stóð yfir í fjögur eða fimm ár. Við bjuggum saman í Los Angeles og fluttum síðan til New York til að fara í skóla í tvö ár. Svo skráði ég mig í frekara nám í Yale. Það var kornið sem fyllti mælinn hjá henni," sagði James í viðtali við karlatímaritið Playboy.

James viðurkennir að hafa ekki verið nógu heppinn í kvennamálunum og þá sérstaklega þegar hann var í námi. "Ég held að stelpum hafi litist vel á mig en ég var vandræðalegur, feiminn og óþroskaður, svo ég átti ekki margar kærustur. Ég var í stuttum samböndum en var alltaf sagt upp, mögulega af því að ég var of mikið eftir á fyrir þær."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.