Lífið

Gwyneth borðar aldrei á McDonalds

Mynd/Getty
Leikkonan Gwyneth Paltrow vakti athygli þegar hún sagðist heldur vilja reykja krakk en að borða ost úr spreybrúsa, en slíkan ost er hægt að kaupa víða í Bandaríkjunum.

Paltrow sagðist ekki leyfa börnum sínum tveimur að borða á McDonalds skyndibitastaðnum því hún telji réttina þar óholla. „Ég býð þeim heldur upp á pizzu því ég tel það hollari kost,“ sagði leikkonan og lauk svo setningunni með hinum umdeildu orðum sínum. Paltrow er þekkt fyrir að borða helst aðeins lífrænan mat og leggur mikið upp úr því að elda hollan mat.

„Ég hef mjög gaman af því að elda og ég drekk stöðugt við eldamennskuna, annað hvort rautt eða hvítt vín.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.