Lífið

Stone skotin í Hendricks

Mynd/Getty
Leikkonan Emma Stone viðurkenndi í nýlegu viðtali að henni þætti leikkonan Christina Hendricks mjög falleg kona. Stone, sem gert hefur garðinn frægan í gamanmyndum á borð við Superbad og The House Bunny sagði við blaðamann The Advocate að henni þætti Mad Men leikkonan vera ein sú fallegasta í bransanum í dag. „Allt við hana er fallegt, hún er akkúrat mín týpa.“

Í sama viðtali var hún beðin um ráð fyrir þá sem vilja klæðast sem hún á Hrekkjavökunni. „Haldið ykkur við rautt hár. Þótt hárrótin sé ljós er ég rauðhærð í hjarta mínu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.