Lífið

Modern Family leitar að nýrri Lily

Þættirnir Modern Family hafa slegið í gegn. Handritshöfundarnir velta nú fyrir sér hvort persónan Lily, dóttir hommaparsins, eigi að vera eldri í næstu þáttaröð.
Þættirnir Modern Family hafa slegið í gegn. Handritshöfundarnir velta nú fyrir sér hvort persónan Lily, dóttir hommaparsins, eigi að vera eldri í næstu þáttaröð.
Framleiðendur sjónvarpsþáttanna Modern Family leita nú að ungum stúlkum til að taka við af tvíburunum Jaden og Ellu Hiller, sem leika hina ungu Lily.

Lily er ættleidd dóttir hommaparsins Camerons og Mitchell í þáttunum, sem hafa notið mikilla vinsælda. Framleiðendur þáttanna íhuga nú að láta Lily vera eldri í næstu þáttaröð og leita því að þriggja, til fjögurra ára, asískri stúlku.

Framleiðsla á þriðju þáttaröðinni hefst innan skamms, en samt er ennþá möguleiki á því að Hiller-systurnar haldi áfram að túlka Lily. Handritshöfundarnir vilja þó eiga möguleika á eldri Lily og leita því að ungum leikkonum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.