Lífið

Mad Men með flestar Emmy tilnefningar

Sjónvarpsþátturinn Mad Men hlaut flestar tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, verðlauna bandarísku sjónvarpsakademíunnar, þegar tilnefningar voru kynntar í gær.

Emmy verðlaunin eru Óskarsverðlaun sjónvarpsins og er yfirleitt mikið um dýrðir þegar þau eru afhent. Ttilkynnt um tilnefningar til verðlaunanna í gær og eru flokkarnir afar margir

Hvað bestu dramaþættina varðar þá fékk Mad Men, sem sýndir eru á Stöð 2, flestar tilnefningar eða 19 talsins. Undanfarin þrjú ár hefur sjónvarpsþáttaröðin unnið verðlaunin í flokknum bestu dramaþættirnir. Í sama flokki eru einnig tilnefndar þáttaraðirnar Boaardwalk Empire, Friday Night Lights, Game of Thrones og Dexter.

Í flokki gamanþátta eru þættirnir The Big Bang Theory, Glee, Parks and Recreation, The Office og Modern Family.

Emmy-verðlaunin verða afhent með pompi og prakt 18. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.