Lífið

Uppselt á alla sex tónleika Bjarkar í Hörpu

Uppselt er á alla sex tónleika Bjarkar sem haldnir verða í tengslum við Iceland Airwaves í Hörpunni í október nk. Almenn miðasala hófst í gær og seldist upp á tónleikana á nokkrum klukkutímum.

Silfurbergi Hörpu verður breytt í heim Biophiliu Bjarkar í október en á tónleikunum mun Björk flytja lög af væntanlegri plötu sinni, auk áður þekktra laga.

200 miðar munu verða í boði fyrir miðahafa Airwaves hátíðarinnar á hvora tónleika Bjarkar á Iceland Airwaves. Þeim verður dreift á tónleikadag (12. og 16. október). Nánar verður greint frá stað og stund þegar nær dregur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.