Lífið

Amy Winehouse kvartar undan ónæði frá fyrrverandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Amy Winehouse segir að sinn fyrrverandi ónáði sig. Mynd/ afp.
Amy Winehouse segir að sinn fyrrverandi ónáði sig. Mynd/ afp.
Amy Winehouse hefur neyðst til að skipta um símanúmer vegna ónæðis frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Blake Fiedler-Civil. Hún sakar hann um að ónáða sig með símtölum í tíma og ótíma.

Winehouse og Fielder-Civil skildu árið 2009 eftir tveggja ára hjónaband. Hann tók síðan saman við Sarah Aspin og eignuðust þau barn saman fyrr á þessu ári.

Aspin segir að Winehouse hafi stöðugt verið að reyna að ná sambandi við Fielder-Civil og hafi sent honum fjölmörg skilaboð á síðustu vikum - hún sé búin að fá nóg.

Hún verður að láta han í friði. Hann er minn og við erum fjölskylda núna. Ég hef fengið nóg af því að hún telur sig bara geta smellt fingrum og fengið hann aftur hvenær sem hún vill. Hún hringir í hann þegar hún er í glasi og hún kallar sig jafnvel eiginkonu hans,“ segir Aspin.

Talsmaður Winehouse neitar þessu hins vegar og segir að það sé Fielder-Civil sem sé að ónáða Winehouse.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.