Lífið

Robbie Williams fékk heiftarlega matareitrun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Take That þurfti að fresta tónleikum vegna veikindanna. Mynd/ afp.
Take That þurfti að fresta tónleikum vegna veikindanna. Mynd/ afp.
Poppstjarnan Robbie Williams fékk heiftarlega matareitrun fyrir helgi. Hljómsveit hans, Take That, þurfti því að aflýsa tónleikum í Kaupmannahöfn í gær vegna veikinda hans. Robbie er leiður yfir ástandinu. Hann skrifaði skilaboð á bloggsíðu sína í gær þar sem hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðning við sig og kvaðst leiður yfir því að hafa brugðist aðdáendum sínum í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.