Fótbolti

Um 2000 manns tóku á móti Eiði Smára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er óhætt að segja að Eiður Smári hafi fengið rosalegar móttökur við komuna til Aþenu í dag. Um 2000 eldheitir stuðningsmenn AEK börðu á trommur og öskruðu honum til heiðurs þegar Eiður Smári ók frá flugvellinum fyrir stundu.

Gríska fréttasíðan www.aek365.gr var með beina textalýsingu frá flugvellinum. Að þeirra sögn voru um 2000 manns sem biðu eftir íslenska landsliðsmanninum fyrir utan flugvöllinn í steikjandi hita sem minnti á eyðimörk.

Stuðningsmennirnir voru mættir með borða og trommur. Þeir öskruðu eftirnafn Eiðs Smára hástöfum en Grikkir kunna að taka á móti nýjum leikmönnum. Til samanburðar voru 20 ljósmyndarar mættir á flugvöllinn þegar Elfar Freyr Helgason lenti þar í síðustu viku.

Að sögn grísku síðunnar töfðu grísku stuðningsmennirnir för bifreiðar Eiðs Smára í þó nokkurn tíma. Eiður Smári sat í aftursætinu og brosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×