Fótbolti

Stuðningsmenn AEK taka á móti Eiði Smára - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen er lentur í Aþenu. Um tvö þúsund manns tóku á móti honum á flugvellinum og sungu sigursöngva og sumir þeirra tóku allt upp á símana sína.

Hér fyrir ofan má sjá upptöku frá einum af stuðningsmönnum AEK sem er komin inn á Youtube en þar sést að það var ekkert létt verk að koma bílnum frá flugvellinum þar sem stuðningsmenn AEK vildu koma sem næst nýjustu hetjunni sinni.

Eiður Smári brosti víst í aftursætinu en hann er nú á leiðinni í höfuðstöðvar félagsins þar sem hann mun ganga frá nýjum samning við gríska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×