Lífið

Þungarokkarar safna fyrir Danmerkurferð

Boði Logason skrifar
Hljómsveitin Atrum
Hljómsveitin Atrum
Íslensku þungarokkshljómsveitinni Atrum hefur verið boðið að spila á Wacken Open Air hátíðinni í Þýskalandi sem fer fram í lok þessa mánaðar.

Áður en strákarnir fara til Þýskalands munu þeir stíga á stokk á 650 manna tónleikastað, The Rock, í Kaupmannahöfn með hljómsveitinni The Monolith Deathcult, sem spilaði hér á landi á Eistnaflugi í sumar. Þá mun hljómsveitin Darknote einnig spila með þeim í Danmörku, en það er í fyrsta skiptið sem hljómsveitirnar tvær spila saman erlendis.

Það er ekki ókeypis að fara erlendis að spila og því ætla rokkararnir að halda fjáröflunartónleika á Sódómu laugardaginn 23. júlí næstkomandi. Á tónleikunum verða, ásamt Atrum og Darknote, Wistaria, sem kom fram á Wacken-hátíðinni í fyrra, og hljómsveitin Ophidian I, sem nýverið landaði hljómplötusamningi við erlent útgáfufyrirtæki.

Húsið á Sódómu opnar kl. 22:30 og stíga Ophidian I fyrstir á svið kl. 23:30.

Miðaverð er 1.000 krónur og búast strákarnir við fullum kofa, eins og þeir orða það sjálfir. Aldurstakmark er 18 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.