Lífið

Lamar Odom biður fyrir fjölskyldu fimmtán ára barns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lamar Odom hefur haft um ýmislegt annað en körfubolta að hugsa síðustu daga. Mynd/ afp.
Lamar Odom hefur haft um ýmislegt annað en körfubolta að hugsa síðustu daga. Mynd/ afp.
Fimmtán ára gamall piltur sem slasaðist þegar bíl Lamars Odom, körfuboltamanns hjá LA Lakers, var ekið á hann er látinn.

Eins og sagt var frá á Vísi í gær slapp Odom óskaddaður úr slysinu, en það var einkabílstjóri hans sem var við stýrið. Bílstjórinn ók á bifhjólamann og 15 ára gamlan gangandi vegfaranda.

Sá fimmtán ára gamli hlaut mjög alvarlega höfuðáverka í slysinu og ekki reyndist unnt að bjarga lífi hans. Slúðurritið TMZ segir að drengurinn hafi látist á föstudaginn og verið jarðaður á mánudaginn.

Odom segir á Twitter að hann hugsi til fjölskyldu piltsins og biðji fyrir henni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.