Fótbolti

Rijkaard stýrir landsliði Sádi-Arabíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frank Rijkaard. Mynd. / AFP
Frank Rijkaard. Mynd. / AFP
Hollendinguinn, Frank Rijkaard, hefur tekið við landsliði Sádi-Arabíu frá með deginum í dag.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá asíska knattspyrnusambandinu, en Rijkaard gerði þriggja ára samning við Sádi-Arabíu.

Rijkaard yfirgaf tyrkneska félagið, Galatasaray, síðastliðin október eftir heldur dapran árangur.

Hollendingurinn fær það verkefni að koma Sádi-Arabíu á Heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014 sem verður hægara sagt en gert.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×