Ferskir á ferð um Evrópu 6. júlí 2011 21:00 "Þetta er búið að vera brjálað stuð og sjúklega skrautlegt," segir Arnór um ferðalag Agent Fresco. Strákarnir í hljómsveitinni Agent Fresco ferðast nú um Evrópu. Þeir hafa komið víða við og krefjast þess að komast í sturtu eftir hverja tónleika, sem gerir lyktina í rútunni bærilegri. "Maður er alltaf pínu hellaður þegar maður er búinn að sofa í bílnum," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Agent Fresco er á tónleikaferðalagi um Evrópu og Popp náði í Arnór rétt áður en hljómsveitin tróð upp á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Þar byrjuðu upprennandi hljómsveitir að troða upp í byrjun hátíðarvikunnar. Agent Fresco fór út um miðjan júní og hefur þegar komið fram í Þýskalandi, Sviss, Tékklandi, Slóvakíu, Póllandi, Austurríki, Hollandi og Danmörku. "Þetta er búið að vera brjálað stuð og sjúklega skrautlegt," segir Arnór. "Þetta er fyrsti túrinn þannig að við vissum að við yrðum að vera tilbúnir að spila fyrir hvern sem er, hvar sem er. Við erum búnir að spila á stórum stöðum og allt niður í venjulega bari eins og í Reykjavík." Arnór segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og að margir Evrópubúar hafi augljóslega kynnt sér hljómsveitina áður en þeir mættu á tónleika. "Það jákvæða er að það er sama hversu margir mæta, fólk syngur alltaf eitthvað með í lögunum þannig að fólk hefur greinilega hlustað á okkur áður en við mættum. Það er besta tilfinningin, þegar fólk er að syngja með í löndum þar sem þeir kunna ekki að tala ensku," segir Arnór í léttum dúr. Agent Fresco ferðast um í níu manna langferðabíl ásamt hljóðmanni og fararstjóra. "Þetta er búið að vera sjúklega mikið ferðalag. Við keyrum stundum í tíu klukkutíma í senn," segir hann. En hvernig er lyktin? "Lyktin er sjúklega hressandi. Hluti af kröfunum okkar á tónleikastöðunum eru sturtur, þannig að við höfum verið duglegir við að þrífa okkur. Við erum því miður voða lítið rokk og ról, held ég. En við erum samt rennandi sveittir hérna." Arnór og félagar leggja mikla áherslu á að fá góða gistingu þar sem þeir koma fram, en hingað til hafa þeir þurft frá að hverfa einu sinni vegna þess að aðstaðan var ekki nógu góð. "Það var gististaður sem við þurftum að yfirgefa í Sviss. Þetta var eins og neðanjarðarbyrgi," segir hann og hlær. "30 dýnur og nokkrar sturtur, ekkert net og járnhurð. Við neituðum að gista þar vegna þess að Vignir [bassaleikari] sá könguló." Og hvað gerðuð þið? "Við fengum hótel." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Strákarnir í hljómsveitinni Agent Fresco ferðast nú um Evrópu. Þeir hafa komið víða við og krefjast þess að komast í sturtu eftir hverja tónleika, sem gerir lyktina í rútunni bærilegri. "Maður er alltaf pínu hellaður þegar maður er búinn að sofa í bílnum," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Agent Fresco er á tónleikaferðalagi um Evrópu og Popp náði í Arnór rétt áður en hljómsveitin tróð upp á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Þar byrjuðu upprennandi hljómsveitir að troða upp í byrjun hátíðarvikunnar. Agent Fresco fór út um miðjan júní og hefur þegar komið fram í Þýskalandi, Sviss, Tékklandi, Slóvakíu, Póllandi, Austurríki, Hollandi og Danmörku. "Þetta er búið að vera brjálað stuð og sjúklega skrautlegt," segir Arnór. "Þetta er fyrsti túrinn þannig að við vissum að við yrðum að vera tilbúnir að spila fyrir hvern sem er, hvar sem er. Við erum búnir að spila á stórum stöðum og allt niður í venjulega bari eins og í Reykjavík." Arnór segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og að margir Evrópubúar hafi augljóslega kynnt sér hljómsveitina áður en þeir mættu á tónleika. "Það jákvæða er að það er sama hversu margir mæta, fólk syngur alltaf eitthvað með í lögunum þannig að fólk hefur greinilega hlustað á okkur áður en við mættum. Það er besta tilfinningin, þegar fólk er að syngja með í löndum þar sem þeir kunna ekki að tala ensku," segir Arnór í léttum dúr. Agent Fresco ferðast um í níu manna langferðabíl ásamt hljóðmanni og fararstjóra. "Þetta er búið að vera sjúklega mikið ferðalag. Við keyrum stundum í tíu klukkutíma í senn," segir hann. En hvernig er lyktin? "Lyktin er sjúklega hressandi. Hluti af kröfunum okkar á tónleikastöðunum eru sturtur, þannig að við höfum verið duglegir við að þrífa okkur. Við erum því miður voða lítið rokk og ról, held ég. En við erum samt rennandi sveittir hérna." Arnór og félagar leggja mikla áherslu á að fá góða gistingu þar sem þeir koma fram, en hingað til hafa þeir þurft frá að hverfa einu sinni vegna þess að aðstaðan var ekki nógu góð. "Það var gististaður sem við þurftum að yfirgefa í Sviss. Þetta var eins og neðanjarðarbyrgi," segir hann og hlær. "30 dýnur og nokkrar sturtur, ekkert net og járnhurð. Við neituðum að gista þar vegna þess að Vignir [bassaleikari] sá könguló." Og hvað gerðuð þið? "Við fengum hótel." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira