Lífið

Elma Lísa og María Heba lofa mögnuðum markaði

Elma Lísa og María Heba lofa mögnuðum markaði á morgun.
Elma Lísa og María Heba lofa mögnuðum markaði á morgun.
Það verður nóg um að vera um helgina út um allt land. Í miðbænum er einnig ýmislegt á döfinni, þar á meðal fatamarkaður leikkvennanna Elmu Lísu og Maríu Hegu, og má búast við því að margar af pæjum bæjarins eigi eftir að legga leið sína þangað.

„Þetta verður alveg magnaður fatamarkaður. Búllan verður stútfull af fallegum fötum, skóm og glingri á besta verðinu í bænum. Og svo verður auðvitað heitt á könnunni,“ segir María Heba.

Markaðurinn verður í FÍL húsinu við Lindargötu, sem er hvítt steinhús á bakvið Þjóðleikhúsið, milli klukkan 12 og 18 á morgun. Þetta gæti svo sannarlega verið þess virði að athuga, auk þess sem þær stöllur lofa að vera með heitt á könnunni.

Kíkið einnig á Facebook-síðu fatamarkaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.