Lífið

Óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar

BenSol og Sean Danke
BenSol og Sean Danke
Þeir Benedikt Sölvi Stefánsson og Grétar Ingi Gunnarsson taka nú þátt í endurhljóðblöndunar (remix) keppni á netinu og keppast þar við að fá tækifæri á að fara til Ibiza og læra að búa til tónlist undir leiðsögn meistara danstónlistar í heiminum í dag.

Tónlistamaðurinn Sasha, sem Benedikt og Grétar kalla meistara meistaranna, heldur utan um keppnina og mun hann ásamt öðrum endurhljóðblöndunarmeisturun hlýða á þau 100 lög sem flest atkvæði fá á síðunni. Af því úrvali muni þeir svo velja fjórtán bestu lögin og verður listamönnunum á bak við þau boðið til Ibiza, eins og fyrr var nefnt.

Keppninni lýkur á sunnudaginn en Benedikt og Grétar, sem ganga undir listamannanöfnunum BenSol og Sean Danke, beina að lokum þeirri bón sinni til íslensku þjóðarinnar að þau hjálpi sér að hreppa þetta eftirsótta tækifæri með því að veita laginu atkvæði. Lagið má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.