Innlent

Íbúi í Mörk tók fyrstu skóflustunguna

Magnhildur Sigurðardóttir tók fyrstu skóflustunguna en hún var ein af þeim fyrstu sem flutti inn fyrir rúmu ári.
Magnhildur Sigurðardóttir tók fyrstu skóflustunguna en hún var ein af þeim fyrstu sem flutti inn fyrir rúmu ári. Mynd Grund
Fyrsta skóflustungan var í gær tekin að byggingu tengigangs milli þjónustuíbúðanna við Suðurlandsbraut 58 - 62 og hjúkrunarheimilisins við Suðurlandsbraut 66. 

Magnhildur Sigurðardóttir tók fyrstu skóflustunguna en hún var ein af þeim fyrstu sem flutti inn fyrir rúmu ári. Íbúar þjónustuíbúðanna  njóta margskonar þjónustu sem veitt er í þessu húsi og yfir vetrartímann þykir nauðsynlegt að hafa innangengt milli húsanna.

Arkitektastofan Yrki sá um hönnun tengigangsins og burðarþols- og lagnahönnun var í höndum Hnit verkfræðistofu og Verkhönnun hannaði raflagnir. Verkið var boðið út í lokuðu útboði og það var verktakafyrirtækið Atafl ehf sem átti lægsta tilboð. Verklok á tengiganginum sjálfum er 1. desember næstkomandi en fullnaðarfrágangi á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári og þar með talinn lóðarfrágangur.  

Í þessum áfanga verður lokið við ganginn sjálfan og lóðina en þjónusturými sem myndast undir ökurampi verður innréttað síðar. Útleiga fór vel af stað síðastliðið sumar og hefur heldur bætt í undanfarnar vikur. Nú eru 44 íbúðir leigðar út og á næstu vikum bætast átta við þannig að leigðar íbúðir verða fljótlega orðnar 52 eða nákvæmlega tvö hús af þremur verða komin í útleigu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×