Lífið

Hjálpum Davíð að finna vespuna sína

Vespunni hans Davíðs var stolið fyrir utan heimili hans aðfaranótt sunnudags.
Vespunni hans Davíðs var stolið fyrir utan heimili hans aðfaranótt sunnudags. MYNDIR/Bryndís Erna
„Vespan hans Davíðs var læst fyrir framan eldhúsgluggann okkar í hleðslu og á sunnudeginum um hádegið kíkti ég út. Þá hélt ég að Davíð hefði farið á vespunni til pabba síns þannig að ég var ekkert að hafa áhyggjur af því," segir Bryndís Erna Thoroddsen móðir þrettán ára drengs, Davíðs, sem saknar vespunnar sinnar sárt en henni var stolið aðfaranótt sunnudags fyrir utan heimili þeirra í Asparlundi í Garðabæ.

Vann sér inn fyrir nýrri vespu

„Davíð var að leika í leikhúsinu, í Skoppu og Skrítlu, og vann sér inn 150 þúsund krónur. Hann keypti sér vespuna í október í fyrra fyrir launin, ofsalega stoltur," útskýrir Bryndís Erna.

„Hún er af gerðinni Zuzuki, aðallega hvít á litin með smá gráu og það er bara einn spegill á henni en flestar eru með tveimur speglum."

Hafa leitað síðan á sunnudag

„Já, já við erum búin að keyra út um allt og hann er búinn að tala við krakkana í hverfinu," segir Bryndís spurð hvort þau hafi leitað að vespunni.



Í meðfylgjandi myndasafni
má sjá skutluna hans Davíðs.

Vinsamlegast hafið augun opin fyrir vespunni hans Davíðs. Sími Bryndísar er 6973912. Allar ábendingar vel þegnar. - elly@365.is ATH: Vespan er fundin. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.