Unglingur hætti að taka lyf við ADHD og byrjaði að neyta kannabis Erla Hlynsdóttir skrifar 8. júní 2011 13:00 Faðir ungs manns sem hætti að taka lyfin sín við ADHD hefur áhyggjur af þeim fordómum sem þeir mæta sem á lyfjunum þurfa sannarlega að halda Mynd úr safni Faðir ungs manns sem hætti að taka lyf við ADHD og fór í dagneyslu á kannabisefnum, segir erfitt að hafa horft upp á son sinn dofinn af fíkniefnum. Í dag hefur sonurinn farið í meðferð og er aftur byrjaður að taka lyfin sín, með jákvæðum árangri. „Forgangsatriðið er að stöðva ofnotkun á rítalíni. Það eru allra hagsmunir. Það þarf hins vegar að vera tryggt að þeir sem þurfa á slíkum lyfjum að halda geti fengið þau og að þeir verði ekki fyrir aðkasti," segir faðir ungs manns með ADHD-greiningu. Stjórn ADHD-samtakanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að fjöldi barna og ungmenna með ofvirkni og athyglisbrest neiti að taka lyfin sín vegna þeirrar neikvæðu umræðu sem átt hefur sér stað um þau að undanförnu. Neikvæð umræða um þessi lyf og fordómar í garð þeirra sem þau taka er hins vegar ekki ný af nálinni. Það er vegna fordómanna sem faðir unga mannsins treystir sér ekki til að koma fram undir nafni eða að nafn sonar hans verði birt opinberlega.Verðlaun fyrir námsárangur Faðirinn segir í samtali við fréttastofu að sonur hans hafi fengið ADHD-greiningu snemma á unglingsaldri. Í grunnskólanum hafi kennarar verið meðvitaðir um röskun hans og hvernig væri hægt að mæta þörfum drengsins í skólastarfi þannig að honum gengi sem best. Eftir að hann fór að taka lyf sem hjálpuðu honum að halda einkennum í skefjum og náði að einbeita sér betur að náminu. Við lok grunnskóla var hann verðlaunaður fyrir árangur í þeim greinum sem hann stóð sig best í, nokkuð sem faðir hans hafði áður talið óhugsandi.Skyndilega breyttist allt Þegar drengurinn síðan byrjaði í menntaskóla breyttist allt. Faðirinn segir algengt að breytingar á daglegu lífi fólks með ADHD geti haft mikið rót för með sér. Þegar sonur hans byrjaði í menntaskóla fannst honum vanta þann skilning sem hann fékk á því að hann væri með ADHD og nauðsyn þess að hann tæki lyf vegna röskunarinnar. Hann tók því ákvörðun um að hætta að taka lyfin, og taldi sig komast af án þeirra. „Þá kynntist hann kannabis," segir faðirinn. Í kjölfarið fór drengnum stórlega aftur í námi, kannabisneyslan jókst og vanvirkni hans þar með. „Á endanum var hann kominn í dagneyslu og var í þrjú ár í massívri neyslu," segir faðirinn. Á þessum tíma gekk aftur öll sú uppbygging sem hafði átt sér stað í grunnskóla með aðstoð lyfja og góðu stuðningsneti.Skorti aðhald að lokinni meðferð Loks fór drengurinn í meðferð hjá SÁÁ og hefur ekki neytt kannabisefna í heilt ár. Að meðferð lokinni skorti hins vegar aðhald. Fyrstu fjóra mánuðina eftir meðferðina hrakaði honum og að lokum varð hann algjörlega stefnulaus og vanvirkur. „Sem betur fer gátum við talað hann inn á að hitta lækni sem hefði skilning á hans röskun. Þegar hann svo fór á réttu lyfin gat hann farið að bjarga sér sjálfur, framkvæma og byggja sig upp," segir faðirinn. Sonurinn er nú á beinu brautinni, með aðstoð nauðsynlegra lyfja, er kominn í vinnu og lítur björtum augum til framtíðar.Tengt efni:ADHD-samtökinHvað er ADHD? Tengdar fréttir Segir geðlækni kynna rítalín eins og snákaolíu Nýkjörinn formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, gagnrýnir geðlækninn Grétar Sigurbergsson, harðlega í grein sem hann skrifar á vef SÁÁ og ber yfirskriftina: Rítalín hneykslið. 5. júní 2011 11:25 Börn neita að taka Rítalín vegna umræðunnar Foreldrar ungmenna með ADHD segja þau nú neita að taka lyfin vegna umræðunnar sem hefur átt sér stað í kringum misnotkun á metýlfenídat lyfjum og skyldum lyfjum s.s. Rítalíni og þann ömurlega veruleika sem á sér stað í undirheimum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn ADHD samtakanna sendi frá sér en fjöldi félaga eru ósáttir við það hvernig Rítalíni og skyldum lyfjum hefur nánast eingöngu verið lýst sem dópi í fjölmiðlum. 7. júní 2011 09:33 Rugl og vitleysa að við séum heimsmeistarar í rítalín neyslu "Það er slegið fyrir neðan beltisstað, vægast sagt,“ segir Grétar Sigurbergsson geðlæknir, og fyrrverandi yfirlæknir á réttargeðdeildinni á Sogni, um grein sem formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, skrifaði og birti á vef samtakanna gær. 5. júní 2011 14:58 Opið bréf til Gunnars Smára Egilssonar, formanns SÁÁ Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu. 8. júní 2011 06:00 Börn vilja ekki taka rítalín og fólk þorir ekki út í apótek Stjórn ADHD samtakanna á Íslandi harmar þá umræðu sem hefur skapast í fjölmiðlum að undanförnu um misnotkun rítalíns og annarra metýlfenídat lyfja og telja hana einhliða. 8. júní 2011 06:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Faðir ungs manns sem hætti að taka lyf við ADHD og fór í dagneyslu á kannabisefnum, segir erfitt að hafa horft upp á son sinn dofinn af fíkniefnum. Í dag hefur sonurinn farið í meðferð og er aftur byrjaður að taka lyfin sín, með jákvæðum árangri. „Forgangsatriðið er að stöðva ofnotkun á rítalíni. Það eru allra hagsmunir. Það þarf hins vegar að vera tryggt að þeir sem þurfa á slíkum lyfjum að halda geti fengið þau og að þeir verði ekki fyrir aðkasti," segir faðir ungs manns með ADHD-greiningu. Stjórn ADHD-samtakanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að fjöldi barna og ungmenna með ofvirkni og athyglisbrest neiti að taka lyfin sín vegna þeirrar neikvæðu umræðu sem átt hefur sér stað um þau að undanförnu. Neikvæð umræða um þessi lyf og fordómar í garð þeirra sem þau taka er hins vegar ekki ný af nálinni. Það er vegna fordómanna sem faðir unga mannsins treystir sér ekki til að koma fram undir nafni eða að nafn sonar hans verði birt opinberlega.Verðlaun fyrir námsárangur Faðirinn segir í samtali við fréttastofu að sonur hans hafi fengið ADHD-greiningu snemma á unglingsaldri. Í grunnskólanum hafi kennarar verið meðvitaðir um röskun hans og hvernig væri hægt að mæta þörfum drengsins í skólastarfi þannig að honum gengi sem best. Eftir að hann fór að taka lyf sem hjálpuðu honum að halda einkennum í skefjum og náði að einbeita sér betur að náminu. Við lok grunnskóla var hann verðlaunaður fyrir árangur í þeim greinum sem hann stóð sig best í, nokkuð sem faðir hans hafði áður talið óhugsandi.Skyndilega breyttist allt Þegar drengurinn síðan byrjaði í menntaskóla breyttist allt. Faðirinn segir algengt að breytingar á daglegu lífi fólks með ADHD geti haft mikið rót för með sér. Þegar sonur hans byrjaði í menntaskóla fannst honum vanta þann skilning sem hann fékk á því að hann væri með ADHD og nauðsyn þess að hann tæki lyf vegna röskunarinnar. Hann tók því ákvörðun um að hætta að taka lyfin, og taldi sig komast af án þeirra. „Þá kynntist hann kannabis," segir faðirinn. Í kjölfarið fór drengnum stórlega aftur í námi, kannabisneyslan jókst og vanvirkni hans þar með. „Á endanum var hann kominn í dagneyslu og var í þrjú ár í massívri neyslu," segir faðirinn. Á þessum tíma gekk aftur öll sú uppbygging sem hafði átt sér stað í grunnskóla með aðstoð lyfja og góðu stuðningsneti.Skorti aðhald að lokinni meðferð Loks fór drengurinn í meðferð hjá SÁÁ og hefur ekki neytt kannabisefna í heilt ár. Að meðferð lokinni skorti hins vegar aðhald. Fyrstu fjóra mánuðina eftir meðferðina hrakaði honum og að lokum varð hann algjörlega stefnulaus og vanvirkur. „Sem betur fer gátum við talað hann inn á að hitta lækni sem hefði skilning á hans röskun. Þegar hann svo fór á réttu lyfin gat hann farið að bjarga sér sjálfur, framkvæma og byggja sig upp," segir faðirinn. Sonurinn er nú á beinu brautinni, með aðstoð nauðsynlegra lyfja, er kominn í vinnu og lítur björtum augum til framtíðar.Tengt efni:ADHD-samtökinHvað er ADHD?
Tengdar fréttir Segir geðlækni kynna rítalín eins og snákaolíu Nýkjörinn formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, gagnrýnir geðlækninn Grétar Sigurbergsson, harðlega í grein sem hann skrifar á vef SÁÁ og ber yfirskriftina: Rítalín hneykslið. 5. júní 2011 11:25 Börn neita að taka Rítalín vegna umræðunnar Foreldrar ungmenna með ADHD segja þau nú neita að taka lyfin vegna umræðunnar sem hefur átt sér stað í kringum misnotkun á metýlfenídat lyfjum og skyldum lyfjum s.s. Rítalíni og þann ömurlega veruleika sem á sér stað í undirheimum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn ADHD samtakanna sendi frá sér en fjöldi félaga eru ósáttir við það hvernig Rítalíni og skyldum lyfjum hefur nánast eingöngu verið lýst sem dópi í fjölmiðlum. 7. júní 2011 09:33 Rugl og vitleysa að við séum heimsmeistarar í rítalín neyslu "Það er slegið fyrir neðan beltisstað, vægast sagt,“ segir Grétar Sigurbergsson geðlæknir, og fyrrverandi yfirlæknir á réttargeðdeildinni á Sogni, um grein sem formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, skrifaði og birti á vef samtakanna gær. 5. júní 2011 14:58 Opið bréf til Gunnars Smára Egilssonar, formanns SÁÁ Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu. 8. júní 2011 06:00 Börn vilja ekki taka rítalín og fólk þorir ekki út í apótek Stjórn ADHD samtakanna á Íslandi harmar þá umræðu sem hefur skapast í fjölmiðlum að undanförnu um misnotkun rítalíns og annarra metýlfenídat lyfja og telja hana einhliða. 8. júní 2011 06:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Segir geðlækni kynna rítalín eins og snákaolíu Nýkjörinn formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, gagnrýnir geðlækninn Grétar Sigurbergsson, harðlega í grein sem hann skrifar á vef SÁÁ og ber yfirskriftina: Rítalín hneykslið. 5. júní 2011 11:25
Börn neita að taka Rítalín vegna umræðunnar Foreldrar ungmenna með ADHD segja þau nú neita að taka lyfin vegna umræðunnar sem hefur átt sér stað í kringum misnotkun á metýlfenídat lyfjum og skyldum lyfjum s.s. Rítalíni og þann ömurlega veruleika sem á sér stað í undirheimum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn ADHD samtakanna sendi frá sér en fjöldi félaga eru ósáttir við það hvernig Rítalíni og skyldum lyfjum hefur nánast eingöngu verið lýst sem dópi í fjölmiðlum. 7. júní 2011 09:33
Rugl og vitleysa að við séum heimsmeistarar í rítalín neyslu "Það er slegið fyrir neðan beltisstað, vægast sagt,“ segir Grétar Sigurbergsson geðlæknir, og fyrrverandi yfirlæknir á réttargeðdeildinni á Sogni, um grein sem formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, skrifaði og birti á vef samtakanna gær. 5. júní 2011 14:58
Opið bréf til Gunnars Smára Egilssonar, formanns SÁÁ Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu. 8. júní 2011 06:00
Börn vilja ekki taka rítalín og fólk þorir ekki út í apótek Stjórn ADHD samtakanna á Íslandi harmar þá umræðu sem hefur skapast í fjölmiðlum að undanförnu um misnotkun rítalíns og annarra metýlfenídat lyfja og telja hana einhliða. 8. júní 2011 06:30