Fótbolti

Blatter skilur ekki afstöðu Englendinga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sepp Blatter.
Sepp Blatter.
Sepp Blatter, forseti FIFA, segist ekki skilja þá ákvörðun enska knattspyrnusambandsins sem ætlar ekki að kjósa í forsetakosningum FIFA um næstu mánaðarmót.

Enska knattspyrnusambandið segist hvorki geta stutt Blatter né mótframbjóðanda hans, Mohamed Bin Hammam.

"Mér finnst það skrítið þegar knattspyrnusamband númer eitt getur ekki kosið annan hvorn frambjóðandann. Enska knattspyrnusambandið nýtur ákveðinna forréttinda hjá FIFA og þeim réttindum fylgja líka skyldur," sagði Blatter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×