Enski boltinn

Ferguson bjartsýnn á að Scholes haldi áfram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er bjartsýnn á að honum hafi tekist að sannfæra miðjumanninn Paul Scholes um að spila eitt ár í viðbót fyrir félagið. Scholes ætlar ekki að taka ákvörðun fyrr en eftir helgina með framhaldið en Ferguson vill ólmur að hann taki eitt ár í viðbót.

"Ég á ekki von á því að leikurinn gegn Blackpool um helgina verði hans síðasti leikur í enska boltanum. Við erum búnir að ræða málin og ég hef hvatt hann til þess að halda áfram," sagði Ferguson.

"Við munum ræða aftur saman í lok tímabilsins."

Scholes hefur skorað 150 mörk í 674 leikjum fyrir United. Hann hefur unnið tíu enska meistaratitla með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×