Enski boltinn

Elmander á leið til Galatasaray

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johan Elmander.
Johan Elmander.
Owen Coyle, stjóri Bolton, býst ekki við því að geta haldið Svíanum Johan Elmander hjá félaginu. Samningur Svíans er að renna út og hann er á leið til Tyrklands.

Galatasaray hefur þegar gefið það út að félagið sé búið að semja við framherjann. Lokaleikur hans fyrir Bolton verður því um helgina gegn Man. City.

Elmander átti fína leiktíð með Bolton og skoraði 12 mörk eftir að hafa aðeins skorað 10 mörk á tveimur árum.

"Ég er búinn að tala við Johan og hann segir að það sé ekki rétt að búið sé að skrifa undir samninga. Það þýðir samt ekki að slíkt muni gerast á næstunni. Ég býst því miður við því að hann fari," sagði Coyle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×