Lífið

Caribou tónleikum aflýst vegna gossins

Hljómleikum Caribou sem áttu að fara fram á Nasa í kvöld hefur verið aflýst vegna eldgossins í Grímsvötnum. Hljómsveitin átti að koma frá Amsterdam í dag en vegna gossins liggur allt flug niðri.

„Verið er að kanna hvort hægt sé að halda tónleika með sveitinni í næsta mánuði,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Verði það raunin munu miðar á tónleikana í kvöld gilda á þá tónleika. „Það skal tekið fram að allir miðakaupendur munu eiga þess kost að fá miða sína endurgreidda hvort sem tónleikarnir fara fram í næsta mánuði eða ekki.“

Greint verður nánar frá fyrirkomulagi endurgreiðslu á morgun mánudaginn 23. maí og eru miðakaupendur beðnir um að fylgjast með á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×