Fótbolti

Roberto Carlos fékk 368 milljóna króna bíl í afmælisgjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bugatti Veyron bílinn.
Bugatti Veyron bílinn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brasilíumaðurinn Roberto Carlos spilar þessa dagana með rússneska liðinu FC Anzhi Makhachkala og nýtur þar góðs af gjafmildi hins óhemju ríka olíubaróns Suleiman Kerimov, eiganda félagsins. Roberto Carlos fékk afar myndalega afmælisgjöf frá eigandanum þegar leikmaðurinn hélt upp á 38 ára afmælið sitt á dögunum.

Suleiman Kerimov mætti í afmælisveisluna með lítinn leikfangabíl sem var nákvæm eftirlíking af Bugatti Veyron bílnum sem kostar 368 milljónir króna. Kerimov benti Roberto Carlos síðan á það að alvöru bíllinn biði síðan eftir honum fyrir utan hótelið.

Kerimov var þó ekki hættur að slá um sig. Hann sagði að hver einasti leikmaður liðsins myndi fá nákvæmlega eins bíl af gjöf ef að liðið myndi ná að verða rússnesku meistari á næstum fjórum árum.

Suleyman Kerimov keypti félagið í janúar og gerði síðan tveggja og hálfs árs samning við Roberto Carlos í byrjun febrúar en Brasilíumaðurinn fær um 10 milljónir evra fyrir þessa 30 mánuði eða um 1640 milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×