Fótbolti

Spánverjar afþökkðu boðið í Suður-Ameríkukeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Iker Casillas, fyrirliði spænska landsliðsins, með heimsbikarinn.
Iker Casillas, fyrirliði spænska landsliðsins, með heimsbikarinn. Mynd/AFP
Heims- og Evrópumeistarar Spánverja verða ekki með í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í sumar eftir að þeir afþökkuðu boðið um að taka sæti Japana í keppninni. Stjórn spænska sambandsins vildi ekki taka boðinu þar sem að það var ekki pláss fyrir keppnina á dagatalinu.

Japanar drógu sig úr keppninni í kjölfarið af jarðskjálftanum og flóðbylgjunnar í Japan á dögunum sem kostuðu þúsundir mannslífa og japanska þjóðin verður í mörg ár að jafna sig á.

Samkvæmt yfirlýsingu spænska knattspyrnusambandsins þá var ekki hægt að leggja fleiri leiki á leikmannahópinn en flestir landsliðsmennirnir verða í eða að koma úr sumarfríi þegar keppnin fer fram 1. til 24. júlí.

Spænska sambandið vildi samt ekki loka á þann möguleika í framtíðinni að taka þátt í Suður-Ameríkukeppninni sem fer fram fjórða hvert ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×