Lífið

Ekki lesa þessa frétt ef þú ert ekki partýdýr

Heimildarmyndin Iceland Food Centre eftir Þorstein J. verður frumsýnd á Stöð 2 klukkan 20.00 á páskadag. Af því tilefni var haldinn gleðskapur í Listasafni Reykjavíkur, þar sem aðstandendur myndarinnar og góðir gestir komu saman.

Sýnt var brot úr myndinni og leikstjórinn Þorsteinn J. þakkaði samverkafólki frábært starf og sagði lauslega frá sögu myndarinnar sem er byggð á rannsóknum Sólveigar Ólafsdóttur, sem vann gögn um þessa fyrstu íslensku útrás, íslenska veitingastaðinn sem var opnaður með pomp og prakt í London árið 1965.

Við þetta tækifæri afhenti Auður Sveinsdóttir, dóttir eins stjórnarmannsins í Iceland Food Centre, Þorsteini og Sólveigu matardiska frá veitingastaðnum. Þeir komu í leitirnar fyrir nokkrum vikum þegar Fréttablaðið sagði frá því að Þorsteinn væri að leita að materstellinu margfræga frá Iceland Food Centre.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.