Lífið

Brjálæðingur gengur laus

Annar þáttur af nýju seríunni af Steindanum okkar fór í loftið á Stöð 2 í gær. Eins og alltaf endaði þátturinn á tónlistarmyndbandi, sannkallaðri sprengju um furðulegan gaur sem kallar sig Altmuligtmand.

Í þættinum kölluðu Steindi og Ágúst Bent leikstjóri til sín fjöldan allan af aukaleikurum í frábærum atriðum, þeirra á meðal Þorstein Guðmundsson. Hann leikur erkióvin Altmuligmand í myndbandinu, harðgera og drykkfellda löggu sem hikar ekki við að skjóta til að leysa málið.

Kúlnahríð, afturgöngur, fljúgandi erkióvinir - er hægt að biðja um meira?
Danni Deluxxx gerði lagið við Altmuligtmand með Steinda. Þeir vinna vel saman en Danni gerði einnig lag í fyrstu seríu, hið óborganlega Newcastle United.

Kíkið líka á tónlistaratriðið úr fyrsta þætti, Djamm í kvöld. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá lesendum Vísis en það er sló rækilega í gegn þegar það fór í loftið í síðustu viku. Enda er það langlífur klassíker sem upptökuteymið StopWaitGo gerði með Steinda. StopWaitGo sneru einnig tökkunum í Geðveikt fínn gaur í fyrra.

Við bíðum síðan spennt eftir næstu snilld frá Steinda. Þættirnir eru sýndir klukkan hálf níu á fimmtudagskvöldum en þeir verða alls átta talsins. Á meðan serían er sýnd á Stöð 2 birtast reglulega atriði með Steinda á Vísi, þeirra á meðal öll stóru tónlistaratriðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.