Fótbolti

Kolbeinn skoraði sitt 12. mark á tímabilinu fyrir AZ Alkmaar

Kolbeinn Sigþórsson, sem er lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands, skoraði fyrsta mark AZ Alkmaar í kvöld í 3-1 sigri liðsins gegn Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Kolbeinn Sigþórsson, sem er lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands, skoraði fyrsta mark AZ Alkmaar í kvöld í 3-1 sigri liðsins gegn Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Nordic Photos/Getty Images
Kolbeinn Sigþórsson, sem er lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands, skoraði fyrsta mark AZ Alkmaar í kvöld í 3-1 sigri liðsins gegn Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur og var hann því ekki í leikmannahópnum.

Kolbeinn virðist hafa verið fljótari að jafna á sig meiðslum sem hann varð fyrir á dögunum og var jafnvel talið að hann myndi ekki leika fleiri leiki með Alkmaar á tímabilinu. Kolbeinn er næst markahæsti leikmaður liðsins en markið í kvöld var það 12. á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×