Kvikmyndin Eldfjall keppir í Cannes 19. apríl 2011 13:07 Eldfjall var tekin upp á Íslandi síðastliðið haust. Theodór Júlíusson leikur aðalhlutverkið, Hannes, 67 ára gamlan mann sem þarf að takast á við val fortíðarinnar og erfiðleika nútímans til að eiga möguleika á framtíð. Eldfjall, fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 13. maí. Eldfjall keppir bæði í flokknum Directors Fortnight og um Camera d´Or verðlaunin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Eldfjalls hjá Zik Zak kvikmyndum. Kvikmyndahátíðin í Cannes fer fram dagana 11. til 22. maí og er þetta í annað skiptið sem íslensk mynd er valin í flokkinn Directors Fortnight. Atómstöðin í leikstjórn Þorsteins Jónssonar keppti árið 1984. Eldfjall keppir einnig um hin virtu Camera d´Or verðlaun en þau eru veitt fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. Eldfjall var tekin upp á Íslandi síðastliðið haust. Hún fjallar um Hannes, 67 ára gamlan mann sem er að komast á eftirlaunaaldur. Hann er karlmaður af gamla skólanum, einangraður frá fjölskyldunni og heimilinu og þarf nú að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverk fara Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Rúnar Rúnarsson leikstjóri útskrifaðist frá Danska Kvikmyndaskólanum árið 2009. Stuttmyndir hans Smáfuglar, Anna og Síðasti bærinn hafa farið sigurför um heiminn og unnið um eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun. Anna keppti í flokki stuttmynda í Directors Fortnight árið 2009, Smáfuglar keppti um Gullpálmann í flokki stuttmynda árið 2008 og Síðasti bærinn var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Kvikmyndin Eldfjall er íslensk/dönsk samframleiðsla Zik Zak Kvikmynda og Fine & Mellow í Danmerku. Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, New Danish Screen, Nordic Film & TV Fond með stuðningi frá Iðnaðarráðuneytinu. Myndin er framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Skúla Fr. Malmquist og Egil Dennerline. Flokkurinn Directors Fortnight hóf göngu sína árið 1969 sem hliðarkeppni á kvikmyndahátiðinni í Cannes. Margir heimsþekktir leikstjórar hafa stigið sín fyrstu skref í þeim flokki. Þar á meðal eru George Lucas, Martin Scorsese, Francis Ford Coppola, Spike Lee og Ang Lee. Myndir sem slegið hafa eftirminnilega í gegn í þessum flokki eru meðal annars Billy Elliot, The Blair Witch Project og The Virgin Suicides í leikstjórn Sofia Coppola. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Eldfjall, fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 13. maí. Eldfjall keppir bæði í flokknum Directors Fortnight og um Camera d´Or verðlaunin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Eldfjalls hjá Zik Zak kvikmyndum. Kvikmyndahátíðin í Cannes fer fram dagana 11. til 22. maí og er þetta í annað skiptið sem íslensk mynd er valin í flokkinn Directors Fortnight. Atómstöðin í leikstjórn Þorsteins Jónssonar keppti árið 1984. Eldfjall keppir einnig um hin virtu Camera d´Or verðlaun en þau eru veitt fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. Eldfjall var tekin upp á Íslandi síðastliðið haust. Hún fjallar um Hannes, 67 ára gamlan mann sem er að komast á eftirlaunaaldur. Hann er karlmaður af gamla skólanum, einangraður frá fjölskyldunni og heimilinu og þarf nú að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverk fara Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Rúnar Rúnarsson leikstjóri útskrifaðist frá Danska Kvikmyndaskólanum árið 2009. Stuttmyndir hans Smáfuglar, Anna og Síðasti bærinn hafa farið sigurför um heiminn og unnið um eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun. Anna keppti í flokki stuttmynda í Directors Fortnight árið 2009, Smáfuglar keppti um Gullpálmann í flokki stuttmynda árið 2008 og Síðasti bærinn var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Kvikmyndin Eldfjall er íslensk/dönsk samframleiðsla Zik Zak Kvikmynda og Fine & Mellow í Danmerku. Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, New Danish Screen, Nordic Film & TV Fond með stuðningi frá Iðnaðarráðuneytinu. Myndin er framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Skúla Fr. Malmquist og Egil Dennerline. Flokkurinn Directors Fortnight hóf göngu sína árið 1969 sem hliðarkeppni á kvikmyndahátiðinni í Cannes. Margir heimsþekktir leikstjórar hafa stigið sín fyrstu skref í þeim flokki. Þar á meðal eru George Lucas, Martin Scorsese, Francis Ford Coppola, Spike Lee og Ang Lee. Myndir sem slegið hafa eftirminnilega í gegn í þessum flokki eru meðal annars Billy Elliot, The Blair Witch Project og The Virgin Suicides í leikstjórn Sofia Coppola.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira