Fótbolti

Kolbeinn meiddist í sigri AZ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn í leik með AZ.
Kolbeinn í leik með AZ. Nordic Photos / AFP
AZ Alkmaar vann í dag 1-0 sigur á Feyenorrd í hollensku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AZ en þurfti að fara af velli á 26. mínútu vegna meiðsla. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi AZ, einmitt vegna meiðsla.

Sigurmark AZ kom á 45. mínútu en liðið er nú með 52 stig í fjórða sæti deildarinnar. AZ er ellefu stigum á eftir toppliði Twente.

Feyenoord hefur ekki gengið vel á tímabilinu og er í þrettánda sæti deildarinnar með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×