Fótbolti

Tímabilinu lokið hjá Kolbeini?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn í leik með AZ Alkmaar.
Kolbeinn í leik með AZ Alkmaar. Nordic Photos / AFP
Gertjan Verbeek, knattspyrnustjóri AZ Alkmaar, sagði mögulegt að Kolbeinn Sigþórsson hefði spilað sinn síðasta leik með liðinu á þessu tímabili. Þetta kom fyrst fram á fótbolti.net.

Kolbeinn fór meiddur af velli í fyrri hálfleik er AZ vann 1-0 sigur á Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

„Hann verður ef til vill frá í 2-3 vikur en kannski er tímabilinu lokið hjá honum,“ sagði Verbeek við hollenska fjölmiðla.

Þetta er mikið áfall fyrir Kolbein sem missti einnig af landsleiknum gegn Kýpur um síðustu helgi vegna meiðsla.

Hann er einnig lykilmaður í U-21 landsliði Íslands sem keppir á EM í Danmörku í júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×