Fótbolti

Ótrúleg endurkoma hjá Teiti og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vancouver Whitecaps gerði í gær 3-3 jafntefli við Sporting Kansas City eftir að hafa lent 3-0 undir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Teitur Þórðarson er þjálfari Vancouver.

Teal Bunbury skoraði fyrstu tvö mörk Kansas og Kei Kamara bætti því þriðja við á 62. mínútu.

Atiba Harris náði að minnka muninn fyrir Vancouver á 73. mínútu og Camilo náði svo að skora tvívegis í uppbótartíma og jafna metin fyrir sína menn.

Þetta var fyrsti sigur Vancouver sem leikur í Vesturdeildinni. Liðið er með fjögur stig eftir þrjá leiki en LA Galaxy er á toppnum með sjö stig.

Samantekt á leiknum má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×