Fótbolti

Gunnar Heiðar spilaði allan leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/Daníel
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn þegar að lið hans, Norrköping, vann 2-0 sigur á GAIS í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Gunnar Heiðar náði þó ekki að skora en bæði mörkin komu á sjö mínútna kafla í síðari hálfleik.

Norrköping er nýliði í deildinni en Gunnar Heiðar gekk til liðs við félagið í síðasta mánuði eftir stutt stopp hjá ÍBV í Vestmannaeyjum.

Hallgrímur Jónasson var ekki í liði GAIS í dag.

Þá var einnig leikið í Danmörku í dag en þar gerðu Randers og SönderjyskE markalaust jafntefli.

Ólafur Ingi Skúlason og Eyjólfur Héðinsson, fyrrverandi leikmaður GAIS, léku allan leikinn í liði SönderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×