Fótbolti

Mancini: Richards má spila í Danmörku í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Micah Richards í leik með City.
Micah Richards í leik með City. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ekkert á móti því ef að Micah Richards vill fara með enska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í sumar.

Stuart Pearce, landsliðsþjálfari Englands í þessum aldursflokki, vill fá alla sína sterkustu leikmenn á mótið og er Richards vissulega einn þeirra.

Jack Wilshere hefur einnig lýst yfir áhuga sínum að fara á mótið en talið er að Arsene Wenger, stjóri hans hjá Arsenal, sé því mótfallinn. Þá eru einnig vangaveltur um hvort að Andy Carroll, leikmaður Liverpool, fari með Englendingum á mótið.

„Honum finnst mikilvægt að spila með sínu landsliði,“ sagði Mancini um Richards. „Ég held að Micah vilji fara og ég er ánægður fyrir hans hönd.“

Richards meiddist nýverið í leik með enska U-21 liðinu og verður frá næstu vikurnar vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×