Fótbolti

Queiroz tekur við landsliði Íran

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlos Queiroz.
Carlos Queiroz.
Portúgalski þjálfarinn, Carlos Queiroz, skrifaði í dag undir samning við knattspyrnusamband Íran. Hann ætlar að koma liðinu á HM 2014.

"Það er mitt takmark á koma liðinu á HM í Brasilíu," sagði Queiroz er hann kom til Teheren. Þar mætti honum fjöldi blaðamanna og ljósmyndara.

Íran komst ekki á síðasta HM en fór á HM 2006. Queiroz stýrði síðast landsliði Portúgal en var áður aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×