Fótbolti

"Vinur" Grétars hættur í svissneska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Frei.
Alexander Frei.
Svissnesku framherjarnir Alexander Frei og Marco Streller hafa báðir ákveðið að hætta að gefa kost á sér í svissneska landsliðið en þeir eru ósáttir við neikvæða umræðu í kringum landsliðið að undanförnu. Þeir verða því ekki með á móti Englandi á Wembley í undankeppni EM en sá leikur fer fram 4. júní næstkomandi.

Ottmar Hitzfeld, þjálfari svissneska landsliðsins, harmar þessa ákvörðun leikmannanna en Frei er markahæsti landsliðsmaður Sviss frá upphafi með 42 mörk í 84 leikjum á meðan að Streller hefur skorað 12 mörk í 37 landsleikju7m.

Það mun kannski margir eftir þeim Alex Frei og Marco Streller þegar KR-ingar mættu liði þeirra Basel í forkeppni Evrópudeildarinnar sumarið 2009 en KR komst þá í 2-0 á móti Basel á KR-vellinum en varð að sætta sig við 2-2 jafntefli.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði seinna mark KR í leiknum og hafði síðan góðar gætur á Alexander Frei í leiknum sem komst lítið áleiðis á KR-vellinum. Frei var orðinn pirraður þegar hann lét frá sér fræg hroka-orð.

„Ég var að reyna að pirra hann aðeins og þá spurði hann mig hvort að ég ætti þrjár milljónir evra inni á reikningum eins og hann," sagði Grétar Sigfinnur í viðtali í KR-sjónvarpinu eftir leik.

Marco Streller var ekki með á KR-vellinum en spilaði hinsvegar seinni leikinn í Sviss þar sem Basel vann 3-1 sigur og tryggði sér sæti í næstu umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×