Fótbolti

Keane líklega á leiðinni til Ástralíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roy Keane.
Roy Keane.
Hinn atvinnulausi stjóri, Roy Keane, gæti tekið óvænt hliðarspor á ferli sínum því hann er nú orðaður við ástralska liðið Melbourne Victory.

Keane hefur verið atvinnulaus síðan í janúar er hann var rekinn frá Ipswich. Sportsmail segir í dag að Keane sé staddur í Melbourne að ganga frá samningi við liðið.

Keane hefur átt misjöfnu gengi að fagna sem stjóri. Hann gerði frábæra hluti með Sunderland en náði aldrei neinu flugi með Ipswich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×