Fótbolti

Stjórn Ajax sagði af sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johan Cruyf í gær.
Johan Cruyf í gær. Nordic Photos / AFP
Stjórn hollenska knattspyrnufélagsins Ajax sagði af sér í heilu lagi í gærkvöldi vegna deilna við Johan Cruyf.

Uri Coronel, fráfarandi formaður stjórarnarinnar, tilkynnti þetta í gær. „Við erum ekki stærri en Ajax,“ sagði hann. „En Johan Cruyf er ekki hver sem er. Hann er í guðatölu hjá þessu félagi.“

Cruyf varð Evrópumeistari meistaraliða í þrígang með félaginu frá 1971 til 1973. Hann sneri aftur til félagsins sem ráðgjafi í síðasta mánuði og lagði í síðustu viku tillögur fyrir stjórnina um miklar breytingar á rekstri félagsins. Ágreiningur ríkti um þessar tillögur með fyrrgreindum afleiðingum.

Ajax hefur ekki unnið hollenska meistaratitilinn síðan 2004 og félagið varð síðast Evrópumeistari árið 1995.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×