Fótbolti

Neymar sá um Skotana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Neymar gerði bæði mörk Brasilíu í dag. Mynd / Getty
Neymar gerði bæði mörk Brasilíu í dag. Mynd / Getty
Brasilía vann góðan sigur, 2-0, gegn Skotum í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Emirates, heimavelli Arsenal.

 

Neymar, leikmaður Santos, gerði bæði mörk Brasilíu en fyrra markið kom rétt undir lok fyrri hálfleiks, það síðara skoraði hann úr vítaspyrnu á 77.mínútu.

 

Carlo Ancelotti, framkvæmdastjóri Chelsea og Roberto Mancini, framkvæmdarstjóri Man. City voru báðir á vellinum en talið er að þeir séu á höttunum eftir þessum snjalla Brassa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×