Enski boltinn

Richards missir af undanúrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Það er ljóst að varnaramaðurinn Micah Richards hjá Manchester City mun missa af leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar þann 16. apríl.

Hann meiddist í leik með enska U-21 liðinu gegn Dönum í síðustu viku og verður frá næstu sex vikurnar. Richards er með rifinn vöðva aftan í læri.

„Þetta er ekki það sem ég vildi heyra og mér leið mjög illa þegar ég fékk fréttirnar,“ sagði Richards í viðtali á heimasíðu City.

„Ég vissi að meiðslin voru slæm en ég vonaði samt það besta. Það eina sem ég get gert nú er að ná mér aftur góðum eins fljótt og mögulegt er.“

„En ég viðurkenni að ég hugsaði með mér af hverju þetta gerðist fyrir mig. Síst af öllu vill maður missa af leik gegn United á Wembley.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×