Enski boltinn

Gallas í tvö ár í viðbót hjá Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
William Gallas hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Tottenham en hann kom til félagsins í sumar frá Arsenal.

Upphaflega áætlaði Harry Redknapp, stjóri Tottenham, að fá Gallas til liðs við sig til að spila með liðinu aðeins tímabundið vegna meiðsla annarra varnarmanna liðsins.

En Gallas hefur staðið sig vel með Tottenham í vetur og hefur nú verið verðlaunaður með nýjum samningi.

„Þessi reyndi franski varnarmaður hefur verið öflugur í hjarta varnarinnar síðan hann kom til liðsins í sumar,“ sagði í frétt á heimasíðu Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×