Enski boltinn

Berbatov orðinn þriðji framherji Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur tjáð Dimitar Berbatov, framherja liðsins, að hann eigi ekki lengur öruggt sæti í byrjunarliði Man. Utd.

Berbatov er markahæsti leikmaður United í vetur en hefur mátt sætta sig við bekkjarsetu i fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins.

Þó svo Berbatov fái líklega tækifæri gegn Bolton í dag þá ætlar Ferguson að halda sig við Rooney og Hernandez í framlínunni.

"Það er erfitt að segja Dimitar að hann fái ekki að spila. Leikmenn munu aldrei skilja af hverju þeir fá ekki að spila. Það skiptir ekki máli hvað maður segir við þá. Það vilja allir spila. Ég var sjálfur þannig," sagði Ferguson.

"Berbatov mun fá leiki og er inn í myndinni áfram. Samstarf Rooney og Hernandez er samt að ganga vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×