Sport

Íran hótar að sniðganga Ólympíuleikana í Lundúnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Merkið "umdeilda“.
Merkið "umdeilda“. Nordic Photos / AFP
Ólympíunefnd Írans hefur hótað því að hún muni sniðganga Ólympíuleikana í Lundúnum á næsta ári nema að merki keppninnar verði breytt.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er merkið við fyrstu sýn saklaust. Merkið á að takna árið 2012 en í því er heiti borgarnnar sem heldur leikana sem og Ólympíuhringirnir.

Íranar vilja hins vegar meina að það megi lesa úr merkinu orðið Zion, heitis sem vísar til Jerúsalems, höfuðborgar Ísraels. Íranar eru svarnir óvinir Ísraela.

Íranar segja að merkið geri upp á milli kynþátta og það líða þeir ekki.

„Merkið táknar einfaldlega árið 2012 og ekkert annað," sagði talskona leikanna í Lundúnum. „Það var fyrst kynnt árið 2007 og kemur okkur á óvart að þessari kvörtun hafi verið komið á framfæri fyrst nú."

Formaður Ólympíunefndar Írans hefur sent formlega kvörtun til Jacques Robbe, forseta Alþjóða Ólympíunefndarinnar, og hótað því að Íranar muni ekki senda íþróttamenn til keppni á leikunum verði merkinu ekki breytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×