Lífið

Hollywood að hætti Andreu

Mynd/Valgarður Gíslason
„Við förum í sparifötin og þetta verður ekta Hollywood-stemning," segir Andrea Gylfadóttir sem í kvöld flytur ýmsar af perlum kvikmyndatónlistarinnar á Café Rosenberg.

„Það eru þarna Bond-lög og Chaplin-lag, og líka lag úr Bagdad Café og meira að segja lög úr tveimur íslenskum kvikmyndum, ásamt mörgum öðrum. Við höldum okkur við lög sem eru sérsamin fyrir kvikmyndir og endurspegla andann úr þeim."
Hljómsveitin er skipuð þeim Eðvarð Lárussyni, Tómasi Tómassyni, Magnúsi R. Einarssyni og Jóni Indriðasyni. „Bandið er sett saman sérstaklega fyrir þetta "prodjekt"," segir Andrea. „Við héldum tónleika á Obladi oblada um daginn sem mæltust svo vel fyrir að við höfum ákveðið "vegna fjölda áskorana" að endurtaka leikinn í kvöld."

Tónleikarnir hefjast kl. 21.

- fsb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.