Erpur dæmir norræna rapparakeppni 20. júlí 2011 12:15 Mynd/Pjetur „Keppnin er fyrst og fremst hugsuð fyrir ungt fólk sem er að reyna að koma sér á framfæri," segir rapparinn Erpur Eyvindarson. Erpur situr í dómnefnd norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Keppnin er opin öllum ungum röppurum á Norðurlöndum á aldrinum 14 til 22 ára, en eina skilyrðið er að þeir rappi á norrænni tungu. Rap It Up hófst hinn 11. maí og geta þátttakendur sent inn sitt framlag til 14. ágúst. Keppendur hlaða upp einföldum myndböndum á vefsíðuna www.rapitup.org, og sérstakur vinnuhópur sér síðan um að velja átta bestu framlögin. Dómnefndin, með Erp innanborðs, sér svo um að skera úr um sigurvegara á úrslitakvöldi í Stokkhólmi hinn 30. september og fær sigurvegarinn 1.000 evrur að launum og tækifæri til að taka upp í fyrsta flokks hljóðveri í Stokkhólmi. „Ég veit um fullt af liði hér á Íslandi sem ætlar að taka þátt,“ segir Erpur, sem oft er beðinn um að dæma í söng- og tónlistarkeppnum hérlendis. Hann er því fljótur að koma auga á þá sem hafa hæfileika. „Ég heyri það mjög snemma ef það er eitthvað varið í liðið. Jafnvel þó að listamaðurinn sé ekki fullmótaður, þá sér maður alveg ef það eru einhverjir hæfileikar þarna.“ Dómnefnd keppninnar er skipuð einvalaliði norrænna hipphoppara og ber Erpur þeim vel söguna. „Salazar Brothers eru goðsagnakenndasta rapphljómsveit Svía. Ég er búinn að fylgjast með þeim síðan ég var ellefu ára gamall. Joddski frá Noregi er mjög þekktur og Per Vers frá Danmörku er algjört "legend",“ segir Erpur, en fleiri norrænir rapparar sitja einnig í dómnefnd. Áhugasamir geta kynnt sér reglur keppninnar og fengið frekari upplýsingar á vefsíðunni www.rapitup.org. kristjana@frettabladid.is Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
„Keppnin er fyrst og fremst hugsuð fyrir ungt fólk sem er að reyna að koma sér á framfæri," segir rapparinn Erpur Eyvindarson. Erpur situr í dómnefnd norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Keppnin er opin öllum ungum röppurum á Norðurlöndum á aldrinum 14 til 22 ára, en eina skilyrðið er að þeir rappi á norrænni tungu. Rap It Up hófst hinn 11. maí og geta þátttakendur sent inn sitt framlag til 14. ágúst. Keppendur hlaða upp einföldum myndböndum á vefsíðuna www.rapitup.org, og sérstakur vinnuhópur sér síðan um að velja átta bestu framlögin. Dómnefndin, með Erp innanborðs, sér svo um að skera úr um sigurvegara á úrslitakvöldi í Stokkhólmi hinn 30. september og fær sigurvegarinn 1.000 evrur að launum og tækifæri til að taka upp í fyrsta flokks hljóðveri í Stokkhólmi. „Ég veit um fullt af liði hér á Íslandi sem ætlar að taka þátt,“ segir Erpur, sem oft er beðinn um að dæma í söng- og tónlistarkeppnum hérlendis. Hann er því fljótur að koma auga á þá sem hafa hæfileika. „Ég heyri það mjög snemma ef það er eitthvað varið í liðið. Jafnvel þó að listamaðurinn sé ekki fullmótaður, þá sér maður alveg ef það eru einhverjir hæfileikar þarna.“ Dómnefnd keppninnar er skipuð einvalaliði norrænna hipphoppara og ber Erpur þeim vel söguna. „Salazar Brothers eru goðsagnakenndasta rapphljómsveit Svía. Ég er búinn að fylgjast með þeim síðan ég var ellefu ára gamall. Joddski frá Noregi er mjög þekktur og Per Vers frá Danmörku er algjört "legend",“ segir Erpur, en fleiri norrænir rapparar sitja einnig í dómnefnd. Áhugasamir geta kynnt sér reglur keppninnar og fengið frekari upplýsingar á vefsíðunni www.rapitup.org. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira