Rík krafa lögreglumanna að fá verkfallsrétt 30. september 2011 03:00 Samstaða Lögreglumenn lögðu áherslu á kröfur sínar um leiðréttingu á launakjörum með kröfugöngu að fjármálaráðuneytinu í gær.Fréttablaðið/Vilhelm Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna. „Það er rík krafa innan hópsins um að fá aftur verkfallsréttinn,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Hann segir það vopn þó bitlausara í höndum lögreglumanna en annarra hópa þar sem alltaf sé hægt að skikka stóran hluta þeirra til að vinna þrátt fyrir verkfall. Forsvarsmenn landssambandsins áttu fund með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta og samninganefnd ríkisins í fjármálaráðuneytinu í gær. Niðurstaða fundarins var að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að tryggja viðunandi niðurstöðu um laun lögreglumanna. „Við megum engan tíma missa, það skiptir okkur miklu að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Steinar. Vinnuhópurinn fundar í fyrsta skipti klukkan 13 í dag. Steinar óttast atgervisflótta úr stéttinni haldi fram sem horfir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki tekst að ná ásættanlegri niðurstöðu munu þeir lögreglumenn sem eiga þess kost að fara í önnur störf á næstunni gera það.“ - bj Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna. „Það er rík krafa innan hópsins um að fá aftur verkfallsréttinn,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Hann segir það vopn þó bitlausara í höndum lögreglumanna en annarra hópa þar sem alltaf sé hægt að skikka stóran hluta þeirra til að vinna þrátt fyrir verkfall. Forsvarsmenn landssambandsins áttu fund með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta og samninganefnd ríkisins í fjármálaráðuneytinu í gær. Niðurstaða fundarins var að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að tryggja viðunandi niðurstöðu um laun lögreglumanna. „Við megum engan tíma missa, það skiptir okkur miklu að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Steinar. Vinnuhópurinn fundar í fyrsta skipti klukkan 13 í dag. Steinar óttast atgervisflótta úr stéttinni haldi fram sem horfir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki tekst að ná ásættanlegri niðurstöðu munu þeir lögreglumenn sem eiga þess kost að fara í önnur störf á næstunni gera það.“ - bj
Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira