Fimm leikmenn í Norður Kóreska liðinu í knattspyrnu greindust með anabólíska stera í blóðinu og eiga yfir höfði sér langt bann, en liðið var þáttakandi í Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi þessa stundina.
Song Jong-Sun og Jong Pok-Sim greindust með ólöglega stera í blóðinu fyrir lokaleik liðsins í riðlakeppninni gegn Kólumbíu þann 8. júlí sem gerði það að verkum að allt liðið var tekið í lyfjapróf.
Niðurstöður voru fyrir stuttu að berast og þá bættust við þrír leikmenn sem greindust með ólöglega stera, en FIFA hefur ekki gefið út nöfnin á þeim leikmönnum.
Síðasta lyfjahneyksli á Heimsmeistaramóti í fótbolta var árið 1994 þegar Diego Maradona var sendur heim vegna ólöglegra lyfjanotkunar.
Lyfjahneyksli á HM - Fimm leikmenn N-Kóreska liðsins með stera í blóði
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið






Partey ákærður fyrir nauðgun
Fótbolti


Átta mánaða gamall með Íslandi á EM
Fótbolti

Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota
Íslenski boltinn
