Fótbolti

Teitur og félagar mæta City í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teitur Þórðarson.
Teitur Þórðarson.
Vancouver Whitecaps mun mæta Manchester City í sýningarleik í sumar en það var tilkynnt í dag. Teitur Þórðarson er þjálfari Whitecaps sem leikur í MLS-deildinni.

Leikurinn fer fram á Empire Field, heimavelli Whitecaps, þann 18. júlí næstkomandi. Liðið spilar þar venjulega á gervigrasi en náttúrulegt gras verður lagt á völlinn fyrir þennan leik.

Vancouver er sem stendur í fimmta sæti Vesturdeildarinnar með fimm stig eftir jafn marga leiki. Real Salt Lake er í efsta sæti með tólf stig.

Í Austrinu er Philadelphia Union efst með níu stig eftir fjóra leiki.

Þá vekur athygli að Vancouver Whitecaps er það lið sem hefur skorað flest mörk allra liða á tímabilnu til þessa, níu talsins, en líka fengið á sig flest eða tíu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×