Hátíðardagur í plötubúðum 15. apríl 2010 08:30 Plötubúðamenningu fagnað Ingvar Geirsson í Lucky Records heldur upp á Alþjóðlegan dag plötubúðarinnar á laugardag.Fréttablaðið/Valli Alþjóðlegur dagur plötubúðarinnar verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn, þriðja árið í röð. Hugmyndin með þessum degi er að fagna þeirri menningu sem fylgir litlum óháðum plötubúðum sem allir tónlistaráhugamenn elska. Hnignun í sölu á tónlist spilar þó væntanlega mikið inn í að farið var af stað með þennan dag til að byrja með. „Þessi dagur snýst um þennan félagslega þátt, að fara inn í plötubúð, spjalla við afgreiðslumanninn, heyra eitthvað nýtt og hitta fólk," segir Ingvar Geirsson sem rekur Lucky Records á Hverfisgötu. Ingvar er að ganga frá tónleikadagskrá í búð sinni á laugardaginn. „Ég verð með Weapons klukkan fjögur og svo getur fólk séð dagskrána á Facebook-síðu búðarinnar," segir hann. Ingvar segir að opið verði til 22 þennan dag og 20 prósenta afsláttur verði af öllu í búðinni. Í Havarí verða tónleikar með Sóleyju úr Seabear sem er að gefa út fyrstu sólóplötu sína, kaffi og veitingar og margt fleira. Þá verða pallborðsumræður þar sem umræðuefnið er Hvað er plötubúð í dag? Hjá Smekkleysu plötubúð og 12 Tónum hafði í gær ekki verið tekin nein ákvörðun um dagskrá í tilefni dagsins. Smá líf hefur færst í litlu plötubúðirnar í miðborg Reykjavíkur undanfarið, til dæmis með auknum vínyláhuga landsmanna. Ingvar hefur rekið Lucky Records á Hverfisgötu í hálft ár og hefur fengið hrós fyrir gott vöruúrval. Ingvar segir að það hafi gengið bærilega. „Það eru margir sem fatta ekki að maður er hérna, en svo kemur fullt af nýju fólki inn. Það er einhver þróun í þessu."- hdm Lífið Menning Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Alþjóðlegur dagur plötubúðarinnar verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn, þriðja árið í röð. Hugmyndin með þessum degi er að fagna þeirri menningu sem fylgir litlum óháðum plötubúðum sem allir tónlistaráhugamenn elska. Hnignun í sölu á tónlist spilar þó væntanlega mikið inn í að farið var af stað með þennan dag til að byrja með. „Þessi dagur snýst um þennan félagslega þátt, að fara inn í plötubúð, spjalla við afgreiðslumanninn, heyra eitthvað nýtt og hitta fólk," segir Ingvar Geirsson sem rekur Lucky Records á Hverfisgötu. Ingvar er að ganga frá tónleikadagskrá í búð sinni á laugardaginn. „Ég verð með Weapons klukkan fjögur og svo getur fólk séð dagskrána á Facebook-síðu búðarinnar," segir hann. Ingvar segir að opið verði til 22 þennan dag og 20 prósenta afsláttur verði af öllu í búðinni. Í Havarí verða tónleikar með Sóleyju úr Seabear sem er að gefa út fyrstu sólóplötu sína, kaffi og veitingar og margt fleira. Þá verða pallborðsumræður þar sem umræðuefnið er Hvað er plötubúð í dag? Hjá Smekkleysu plötubúð og 12 Tónum hafði í gær ekki verið tekin nein ákvörðun um dagskrá í tilefni dagsins. Smá líf hefur færst í litlu plötubúðirnar í miðborg Reykjavíkur undanfarið, til dæmis með auknum vínyláhuga landsmanna. Ingvar hefur rekið Lucky Records á Hverfisgötu í hálft ár og hefur fengið hrós fyrir gott vöruúrval. Ingvar segir að það hafi gengið bærilega. „Það eru margir sem fatta ekki að maður er hérna, en svo kemur fullt af nýju fólki inn. Það er einhver þróun í þessu."- hdm
Lífið Menning Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira